Í Víðsjá í dag segir Séra Henning Emil Magnússon frá sínu uppáhaldslistaverki, ljóði eftir bandarískan tónlistarmann og nóbelskáld, frá árinu 1974.
Rætt verður við Ólöfu K. Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur um fyrirhugaðan flutning á listaverkasafni Nínu Tryggvadóttur til landsins og hugmyndir um breytingar á Hafnarhúsinu.
Hugað verður að jólatónleikum Rásar 1 sem teknir verða upp í Salnum að viðstöddum gestum á föstudagskvöld og sendir víða út víða um Evrópu á sunnudag, en þar kemur tónlistarhópurinn Nordic Affect fram. Halla Steinunn Stefánsdóttir listrænn stjórnandi hópsins verður tekin tali í þættinum.
Andri M. Kristjánsson fjallar um skáldsöguna Ungfrú Ísland eftir Auði Övu Ólafsdóttur og að lokum fá hlustendur sinn dagslega skammt af örsögum frá Blekfjelaginu á Jólaföstu.