Gestir þáttarins í þetta sinn voru Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður og þingskáld, eins og hún titlar sig í símaskránni, Eyja Margrét Brynjarsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Friðrik Jónsson formaður Bandalags háskólamanna, BHM.
Helstu umræðuefnin voru að skoða nýja stöðu í Covid málum eftir að haldinn var upplýsingafundur Almannavarna á fimmtudaginn, sá fyrsti í 49 daga, vegna aukinna smita. Svo var talað um nýjustu bylgju #metoo og til dæmis orða- og hugtakanotkun henni fylgjandi.
Að lokum var rætt um afleðingar og árangur styttingu vinnuvikunnar.
Umsjón Gunnar Hansson