Við byrjum þáttinn á að hlýða á handhafa Maístjörnunnar lesa nokkur ljóð.
Myndlistarrýnir þáttarins, Starkaður Sigurðarson, segir frá sinni upplifun af Stríði, verki Ragnars Kjartanssonar og Kjartans Sveinssonar sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á dögunum.
Leikhópurinn Lakehouse hefur sýnt ný íslensk leikverk víða um land undanfarin tvö ár. Árni Kristjánsson og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir koma þáttinn og segja frá nýjasta verkefni sínu sem kallast Einangrun en markmið þess er að fá skúffuskáld allsstaðar af landinu til samstarfs.
Segulbönd Kvæðafélagsins Iðunnar eru kominn út á bók og á fjórum geisladiskum, en útgáfan er framhald verkefnis sem hófst árið 2004 með útgáfu á Silfurplötum Iðunnar sem að vöktu mikla athygli. Við ræðum við Rósu Þorsteinsdóttur, sérfræðing á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, um útgáfuna og fáum kannski að heyra nokkrar rímur.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.