Á Íslandi og í Grikkland starfa kröftugar myndlistarsenur sem að miklu leiti eru drifnar áfram af listamannareknum rýmum. Samstarfsverkefni Kling & Bang í Reykjavík og
A - DASH í Aþenu leitast við að búa til nýjar tengingar, möguleika og sambönd landanna á milli. Í næsta mánuði heldur fjöldi íslenskra myndlistarmanna til Aþenu til að sýna ásamt grískum kollegum sínum í 11 listamannareknum rýmum víðsvegar um Aþenu. Við förum í Marshall húsið og hittum þau Elísabetu Brynhildardóttur og Erling Klingenberg tali um verkefnið HEAD 2 HEAD.
Einnig verður hugað að málþingi sem fer fram í Safnahúsinu á Ísafirði á laugardag og heitir Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða. En þar verður fjallað um bókmennta og menningarsögu Vestfjarða. Birna Bjarnadóttir, annar tveggja verkefnisstjóra málþingsins, verður gestur Víðsjár.
Dagur Hjartarson rithöfundur heldur áfram að fjalla um listþörfina og ímyndunaraflið í pistil sínum og loks segir Gauti Kristmannsson hlustendum skoðun sína á leiksögunni Systu megin eftir Steinunni Sigurðardóttur.