Víðsjá

Bach, Þýskur krókódíll, Ungverjaland og dans


Listen Later

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Benedikt Kristjánsson tenorsöngvara en hann flytur á morgun Jóhannesarpassíu Bachs í óvenjulegri útgáfu þar sem undirleikur er aðeins í höndum slagverksleikara og orgelleikara sem einnig leikur á sembal. Flutningurinn fer fram í Hallgrímskirkju annað kvöld en útgáfa þessi hefur fengið mikið lof í Þýskalandi og Hollandi og til stendur að tónlistarfólkið flytji hana víða um lönd í framhaldinu. Einnig verður í þættinum í dag fjallað um nýja kennsluskrá, skrá yfir skyldulesningu, sem gefin hefur verið út í Ungverjalandi þar sem ýmsir helstu höfundar þjóðarinnar koma ekki við sögu. Þeirra á meðal er Imre Kertész sem var fyrstur Ungverja til að hljóta Nóbelsverðlaun í bókmenntum, árið 2002, verðlaun sem hann hlaut ekki síst fyrir skáldsögu sína Örlögleysi, þar sem fjallað erum lífið í fangabúðum nasista. Nýji listinn hefur vakið athygli, og umtal, enda stjórnvöld í Ungverjalandi afar umdeild, málið verður rætt í Víðsjá í dag, gestur þáttarins verður Benedikt Hjartarson, prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Gauti Kristmannsson bókmenntagagnrýnandi fjallar í dag um um sjálfsævisöguna Þýski krókódíllinn eftir þýska rithöfundinn ljoma Mangold en hún vakti mikla athygli þegar hún kom út árið 2017. Mangold hefur komið til Íslands á bókmenntahátíð og er þekktur höfundur og menningarblaðamaður í Þýskalandi. Og Snæbjörn Brynjarsson leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um Rhythm of Poison, glænýtt verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi á Nýja sviði Borgarleikhússins á föstudag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

44,030 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

38 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners