María Huld Markan og Pétur Ben segja frá hinum óhefðbundna kór, Kórus.
Við förum á Þjóðminjasafnið og hittum ljósmyndarann Karl Jeppesen en sýning hans Fornar verstöðvar opnar á laugardag.
Guðrún Baldvinsdóttir rýnir í uppsetningu Þjóðleikhússins á Efa eftir John Patrick Stanley í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.
Rætt er við Guðmund Óskarsson rithöfund um skáldsögu hans Bankster, sem er bók vikunnar á Rás 1.
Og við kynnum okkur Codex Seraphinianus eftir Luigi Serafini og áhrif hennar á listakonurnar Lóu Hjálmtýsdóttur og Jóhönnu Maríu Einarsdóttur.
Umsjónarmenn Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.