María Kristjánsdóttir fjallar um Eddu eftir Robert Wilson, í uppsetningu Det Norske Teatret sem flutt var í Borgarleikhúsinu á Listahátíð.
Sigrún Harðardóttir, myndlistarkona, lemur striga í Listasafni Árnesinga og slær þannig tvær flugur í einu höggi, þar sem hún býr bæði til takt undir kontrabassaleik Alexöndru Kjeld og úr verður myndverk á striga. Hún segir frá sýningunni og gjörningnum.
Við hlýðum á 40 ára gamalt viðtal Steinunnar Sigurðardóttur við Málfríði Einarsdóttur, um bók vikunnar Samastað í tilverunni.
Hörður Áskelsson er iðinn við kolann í Hallgrímskirkju, kórarnir hans eru margverðlaunaðir og gestum fer fjölgandi á hádegistónleikum í kirkjunni. Við heimsækjum hann á Skólavörðuholtið og spjöllum um kórstjórn, ferðamennsku og hljómburð kirkjunnar.
Umsjón: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.