Í Víðsjá er rætt við Ólaf Kvaran, prófessor í listasögu, um nýútgefna bók hans um Einar Jónsson. Það er Hið íslenska bókmenntafélag sem gefur út bókina, sem kallast Einar Jónsson myndhöggvari: Verk, táknheimur og menningarsögulegt samhengi.
Einnig verður rætt við rithöfundinn Ísak Harðarson, um nýútgefna ljóðabók hans, Ellefti snertur af yfirsýn, en hún er bók vikunnar á Rás1.
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, umhverfisheimspekingur, flytur sinn fjórða pistil í pistlaseríu sinni um landslag og fegurð og að lokum verður rætt við Brynhildi Einarsdóttur, kennara í Menntaskólanum við Sund, um það listaverk sem hefur hafst hvað mest áhrif á hana. Við ætlum ekki að gefa uppi hvaða listaverk um er að ræða, en ein mesta díva 20.aldarinnar kemur þar mikið við sögu.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.