Rætt við Gísla Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, um nýja heildarútgáfu Íslendingasagnanna, sem var gefin út í tilefni 100 ára afmæli fullveldisins.
Jóhannes Ólafsson spáir í fugla, en National Geographic tilkynnti í ársbyrjun að 2018 væri ár fuglsins.
Við heyrum brot úr bók vikunnar, Dulnefnunum, eftir Braga Ólafsson, en í sögu dagsins skoðar sögumaður fasteign til sölu.
Og við erum einmitt að velta fyrir okkur fasteignum í þætti dagsins, eða öllu heldur ljósmyndum fasteignaauglýsinga. Þær eru eins misjafnar og þær eru margar en sérstaklega eru þær oft frumlegar á Íslandi. Við sláum á þráðinn til Hallgerðar Hallgrímsdóttur, sem stundar nám í ljósmyndun sem myndlistarmiðli við Valand háskólann í Gautaborg, og ræðum við hana um fasteignaauglýsingar
Umsjónarmaður: Halla Þórlaug Óskarsdóttir