Víðsjá í dag verður að stórum hluta helgur göldrum. En nú á dögunum kom út bókin Galdrar og guðlast á 17. öld eftir Má Jónsson. Í bókinni eru teknir saman og gefnir út allir tilteknir dómar sem komu fyrir rétt og vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1546-1772. Í þætti dagsins fáum við að ferðast með bókinni aftur á 17. öld og heyra lesin brot úr dómsmáli Klemusar Bjarnasonar en einnig ræðum við við Má Jónsson höfund verksins.
Rithöfundurinn Dagur Hjartarson tekur einnig til máls hér í þætti dagsins, en í Víðsjá ætlar Dagur að mæta aðra hverja viku næstu mánuði til að ræða hér vítt og breytt um listþörfina og ímyndunaraflið.
Við sláum á þráðinn til Sigrúnar Sævarsdóttur Griffiths en hún er að undirbúa námskeið í skapandi tónlistarstjórnun við Nýja Tónlistarskólann næstu helgi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Tómas Ævar Ólafsson