Gleðileikur Dantes þykir með merkustu bókmenntum miðalda, verk sem jafnvel markar upphaf endurreisnar, og er þar að auki talinn grunnur ítölskunnar eins og við þekkjum hana í dag. Bræðurnir Einar og Jón Thoroddsen hafa í rúman áratug unnið að fyrstu heildarþýðingunni í bundnu máli á hinu 700 ára gamla söguljóði. Víti kom út 2018, Skírnarfjallið í fyrra og nú hafa þeir þeir bræður hafist handa við Paradís. Einar og Jón verða gestir okkar í dag, segja frá samstarfinu, og sameiginlegri ástríðu sinni á hinum guðdómlega gleðileik.
Melkorka Katrín Ólafsdóttir, sem gengur undir listamannsnafninu Korkimon, gafst upp á því að bíða eftir að verða boðið í strákaklúbbinn sem myndlistarsenan, sérstaklega málverkasenan, á Íslandi er að hennar mati. Hún bjó í New York í tíu ár og lærði þar myndlist en hefur hingað til að mestu fengist við teikningu. Just me and my dragons er hennar fyrsta málverkasýning en þar er kvenlíkaminn settur fram á ögrandi og eilítið ógnvænlegan hátt þar sem drekar og aðrar fígúrur fléttast saman við formið. Við ræðum við Korgimon í þætti dagsins.
En við hefjum þáttinn á rýni Grétu Sigríðar Einarsdóttir í nýjustu bók Einars Kárasonar, Opið haf.