Víðsjá

Heimferð, sending frá Feneyjum, Draumarústir, Persian Path


Listen Later

Á plötunni Persian Path frá árinu 2020 renna saman íslensk og írönsk þjóðlagatónlist í útsetningum tónlistarmannsins Ásgeirs Ásgeirssonar. Undanfarin ár hefur Ásgeir sótt sinn tónlistarlega innblástur austur til Balkansskaga og Mið-Austurlanda. En bakgrunnurinn er öllu hefðbundnari vestrænt popp og rokk hér heima. Við ræðum við Ásgeir Ásgeirsson um tónlist þessara ólíku menningarheima í lok þáttar.
Aðdráttarafl Verksmiðjunnar á Hjalteyri á listamenn er óumdeilanlegt. Staðsetning hennar á jaðrinum, hvort sem miðað er við íslenskan eða alþjóðlegarn listheim, í rústum gamals síldarævintýris, sveipar hana ákveðnum ljóma. Hún á þátt í að skapa ímynd sem hið fullkomna listamannarekna rými þar sem starfsemin er óháð stigveldi, stofnunum og pólitískum áformum um uppbyggingu. Svo segir í texta listfræðingsins Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur í bók sem er nýkomin út; Draumarústir. Útgáfan fagnar 10 ára afmæli Verksmiðjunnar á Hjalteyri, við ræðum við Margréti Elísabetu í þætti dagsins .
Einnig fáum við sendingu frá Feneyjum. Hópur nýtúrskrifaðra listfræðinga, listamanna, kvikmyndafræðinga, listheimspekinga og menningarmiðlara dvelja nú í Feneyjum og sjá um íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum. Næstu vikur munu Víðsjá berast pistlar frá þessum hópi þar sem þau segja okkur frá tvíæringum og því sem hæst ber í listheiminum um þessar mundir. Fyrsti pistillinn berst frá Eyju Orradóttur kvikmyndafræðingi. Eyja veltir fyrir sér myndbandsverkum á hátíðinni, framsetningu verkanna og miðlinum sjálfum. Á myndbandsmiðillin vel við á hátið þar sem gestir ráfa um og skoða verk tilviljunarkennt og í stutta stund? Heyrum þær vangaveltur hér á eftir.
En við byrjum í leikhúsinu. Eva Halldóra Guðmundsdóttir fór að sjá Heimferð, brúðuleikhús sem fer fram í húsbíl sem ferðast um landið. Það er brúðuleikhúshópurinn Handbendi, sem skapar þessa sýningu, en hópurinn hefur aðsetur á Hvammstanga er er handhafi Eyrarrósarinnar.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

43,998 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

474 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

34 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

38 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners