Skúli Björn Gunnarsson forstöðumaður Gunnarsstofnunar segir frá leikjavæðingu menningararfsins, en námsstefna um hana verður haldin í Gerðubergi á föstudag.
Arndís Björk Ásgeirsdóttir segir frá óvæntu sambandi rússneska tónskáldsins og píanósnillingsins Rachmaninoffs og kanadísku sönggyðjunnar Celine Dion.
Litið í heimsókn til Róshildar Jónsdóttur vöruhönnuðar þar sem undirbúningur fyrir Hönnunarmars er í fullum gangi. Rætt er við Róshildi og Regínu Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra Aurora velggerðarsjóðs, um samstarf íslenskra hönnuða og handverksfólks frá Sierra Leone.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Guðni Tómasson.