Víðsjá

Jane Austen, Moliére, RIFF, Víkingur Heiðar


Listen Later

Á þessu ári hefði eitt vinsælasta leikskáld allra tíma, Moliere, orðið 400 ára. Af því tilefni verður blásið til afmælisveislu í þremur þáttum sem hefst á miðvikudag í Veröld, húsi Vigdísar. Þar verður mikið um dýrðir, fyrirlestrar og leiklestrar, en dagskráin á að höfða til allra sem hafa áhuga leikhúsi, þýðingum og bara franskri menningu almennt. Guðrún Kristinsdóttir og Sveinn Einarsson hafa staðið í undirbúningi og þau verða gestir okkar hér rétt á eftir.
Á dögunum kom út ný íslensk þýðing á rúmlega tvö hundruð ára gamalli bók sem skrifuð var á enska tungu og fjallar um líf og ástir hefðarfólks í útsveitum Lundúna. Þegar skáldsaga Jane Austen, Sense and sensibility, kom fyrst út í Bretlandi árið 1811 var þar ekki getið um höfund, heldur stóð þar aðeins ?by a lady? - eða eftir konu, á titilsíðu bókarinnar. Vinsældir ritverka Jane Austen hafa aukist mjög síðustu áratugi og nú er þetta klassíska skáldverk loksins komið út á íslensku, í þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Titill sögunnar, Aðgát og örlyndi, vísar í einkennandi og ólíkt lundarfar aðalpersónanna tveggja, systranna Elinor og Marianne. Rithöfundurinn og þýðandinn Silja Aðalsteinsdóttir er gestur okkar í þætti dagsins og segir okkur aðeins frá þýðingunni og skáldskap Jane Austen.
RIFF, árlegri kvikmyndaveislu haustsins lauk í gær. Við hér í Víðsjá fórum á nokkrar myndir en ætlum að segja ykkur frá tveimur þeirra: Corsage í leikstjórn hinnar austurrísku Marie Kreutzer, og Veru, í leikstjórn einnig Tizzu Covi og Rainer Frimmel.
Og svo heyrum við líka ljúfa tóna í þætti dagsins, af nýjustu hljómplötu Víkings Heiðars Ólafssonar.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

44,008 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

475 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

38 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners