Á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, sem sett verður á morgun, munu um 200 fræðimenn kynna rannsóknir sínar. Rætt er við Rannveigu Björk Þorkelsdóttur, doktor í kennslufræði leiklistar, um gildi leiklistarkennslu og innleiðingu hennar í aðalnámsskrá grunnskóla.
Gauti Kristmannsson fjallar um nýjustu skáldsögu Gyrðis Elíassonar, Sorgarmarsinn, og Curver Thoroddsen segir hlustendum frá sínu uppáhaldslistaverki, verki sem hann heillaðist af þegar hann var í myndlistarnámi í New York.
Við heyrum af bandarískri listakonu sem gerði út á endurtekningu, eftiröpun og endurmótun, jafnvel hugverkastuld myndu sumir segja og að endingu verður endurmótaður Bach á fóninum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.