Víðsjá

Listasafn Einars Jónssonar 100 ára, Manneskjur vonandi, Kevin Ayers


Listen Later

Árið 1909 bauð Einar Jónsson myndhöggvari íslensku þjóðinni öll verk sín að gjöf með því skilyrði að landssjóður kostaði flutning þeirra til landsins og annaðist varðveislu þeirra. Hafist var handa við að byggja Hnitbjörg og Listasafn Einars Jónssonar var svo vígt árið 1923, og varð um leið fyrsta íslenska safnið í eigin byggingu. Safnið var einnig vinnustaður Einar og eiginkonu hans, Önnu Marie Mathilde Jónsson. Síðan er liðin heil öld og því verður fagnað í safninu á laugardaginn. Við ræðum um safnið við Ölmu Dís Kristinsdóttur, sýningarstjóra.
Teitur Magnússon kynnir okkur fyrir gleymdum snillingi, tónlistarmanninum Kevin Ayers sem var virkur í bresku tónlistarsenunni á sjöunda áratugnum og samdi sín þekktustu verk á Miðjarðarhafseyju sem dró til sín skemmtanaglatt fólk um þetta leiti og gerir enn, Ibiza. Teitur ræðir jafnframt við Jakob Frímann Magnússon sem deilir áhuga hans á Ayers og lék með honum bæði í hljóðveri og fór með honum á tónleikaferðalag.
Og í Y gallery í gömlu bensínstöðinni í Hamraborg opnaði fyrir skemmstu myndlistarsýning Ástu Fanneyjar Sigurðardóttur, Manneskjur vonandi. Sýningin stendur yfir til og með 24. júní og lýkur með gjörningi. Ásta Fanney kom í heimsókn og sagði okkur frá þeim hugmyndinni að sýningunni, skynjun okkar á tímanum og stjörnu sýningarinnar sem er sambland af venusarfígúru og garðálfi.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

44,007 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

38 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

74 Listeners