Í Víðsjá í dag verður kíkt inn á jólabasar Listvals í Hörpu og þar rætt við þær Elísabetu Ölmu Svendsen og Helgu Björg Kjerúlf.
Gripið er niður í dagskrá Rásar 1 og hlustendur heyra af Sonju de Zorrila og Guðmundi Páli Ólafssyni í þættinum.
Gauti Kristmannsson bókarýnir segir hlustendum skoðun sína á Kóperníku, nýrri skáldsögu Sölva Björns Sigurðssonar.
Og hlustendur heyra pistil frá Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur. Hún hefur verið með hugann við líkamleika ýmiskonar hér í Víðsjá undanfarnar vikur og mánuði en í dag fjallar hún um magann, sem verður að teljast við hæfi núna rétt fyrir jól.