Í Víðsjá dagsins verður við enska rithöfundinn Ian McEwan sem tók í dag við Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness sem afhent voru í fyrsta sinn í Veröld - húsi Vigdísar Finnbogadóttur í hádeginu.
Í kaffistofu Íslenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu verður Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur tekin tali en annað kvöld frumsýnir dansflokkurinn nýtt verk eftir hana Þel. Katrín segir frá verkinu og sköpunarferli þess.
Lárus Jóhannesson, plötukaupmaður, segir hlustendum frá tónleikum með verkum Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem fram fara í Hallgrímskirkju á laugardagskvöld en þar gefst einstakt tækifæri til að heyra verk hans flutt af nánustu samstarfsmönnum Jóhanns.
Umsjón: Eiríkur Guðmundsson og Guðni Tómasson.