Í Víðsjá í dag verður meðal annars að gefnu tilefni hugað að menningararfi Írans með Ragnheiði Gyðu Jónsdóttur. Einnig verður horft til framtíðar í upphafi nýs áratugar en Auður Jónsdóttir rithöfundur mun í dag og næstu miðvikudaga glíma við spurninguna: Hvað nú? Og flytja pistla undir yfirskriftinni: Bréf til sonar. María Kristjánsdóttir leiklistargagnrýnandi fjallar í dag um Engilinn, verk sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu á dögunum, en hér er á ferðinni leiksýning sem byggð er á verkum eftir Þorvald Þorsteinsson rithöfund og myndlistarmann, í leikstjórn Finns Arnars Arnarssonar. Og rithöfundarnir Albert Camus frá Frakklandi og Peter Handke frá Austurríki koma lítillega við sögu, að gefnu tilefni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson.