Víðsjá

Náttúrusýn miðalda, Páll P. Pálsson, Murakami á hlaupum.


Listen Later

Í Víðsjá í dag verður meðal annars rætt við Viðar Hreinsson bókmenntafræðing sem tók á dögunum við styrk úr sjóði sem ætlað er að styðja þverfaglegar rannsóknir á ritmenningu íslenskra miðalda. Styrkinn fær Viðar til að vinna að verkefni sem nefnist Náttúrur og fornar frásagnir: Um náttúru- og umhverfissýn íslenskra miðaldasagna, en þar hyggst Viðar fjalla um umhverfi og náttúrusýn í íslenskri sagnalist frá landnámi til siðaskipta, beita nýjum straumum umhverfishugvísinda á fornar íslenskar bókmenntir í því skyni að styrkja skilning á náttúruskyni, náttúrusýn og náttúrunytjum í sögulegu samhengi. Rætt verður við Viðar í þætti dagsins. Einnig verður hugað að nýútkominni bók sem heitir Ljáðu mér vængi og hefur að geyma minningarbrot úr lífi Páls Pampichlers Pálssonar, trompetleikara, hljómsveitarstjóra og tónskálds. Rætt verður við Sigurð Yngva Snorrason einn af höfundum bókarinnar um Pál og ævi og störf hans í íslensku tónlistarlífi. Og bók vikunnar á Rás eitt að þessu sinni er Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Bók sem er í senn ferðabók og minningabók og hverfist um fimm mánaða æfingaplan fyrir maraþonhlaupið í New York. Hlustendur heyra í þýðanda bókarinnar, Kristjáni Hrafni Guðmundssyni, í Víðsjá í dag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

44,050 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

39 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners