Mikael Lind raftónlistarmaður og tónlistarkennari verður gestur þáttarins og rætt verður við hann um þann heim sem tónsmiðir lifa í um þessar mundir, raftónlist og hljóðblöndun.
Við kíkjum á Árbæjarsafn og hittum þar Maríu Karen Sigurðardóttur forvörð sem segir okkur frá hinum ýmsu kimum forvörslunnar.
Við erum líka með hugann við heimsmeistarakeppnina í fótbolta. Flutt verður hljóðbrot úr safni Ríkisútvarpsins, lýsingu á knattspyrnukeppni starfsmanna Ríkisútvarpsins og Sjávarútvegarins, frá árinu 1968. Efnið hefur ekki áður ratað í útsendingu.
Umsjónarmenn: Halla Þórlaug Óskarsdóttir og Guðni Tómasson