Víðsjá

Room 4.1 live, fuglalíf, Dýpra og Arctic Creatures


Listen Later

Á sýningunni Dýpra kannar Brák Jónsdóttir myndlistarmaður snertifleti blætismenningar og garðyrkju, manns og náttúru, sársauka og unaðar. Sýningin opnaði dyr sínar í Ásmundarsal í liðinni viku og teygir þar myndlistin sig af veggjum kaffistofunnar og út í garð. Í þeim tilgangi að nálgast náttúruna á hátt sem ögrar hefðbundnum hugmyndum um hvernig menning og náttúra mætast. Sýningin byggir á rannsókn listamannsins á sambandi líkama og gróðurs. Inni hanga ýmis verkfæri, eða eru þetta leikföng? Hvort þau eru ætluð til ástarleikja eða garðyrkju er erfitt að sjá, enda þarf annað ef til vill ekki að útiloka hitt. Halla Harðardóttir fór í heimsókn í Ásmundarsal og ræddi við Brák Jónsdóttur.
Manneskjan þráir sálarró. Þörf okkar til að ná stjórn á eigin umhverfi afhjúpast í tæknióreiðu sem fyrirfinnst í nútíma samfélagi. Við notum tæknina í einföldustu hluti eins og til að segja okkur hvernig er best að vökva pottaplönturnar, hlaupa, hugleiða, eða jafnvel anda. Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið Room 4.1 LIVE sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu. Sýningin gerist við tökur á Room 4.1 sem segir frá manni sem á við geðræn vandamál að stríða og innlögn hans inn á spítala. Þetta er samstarfsverkefni Kristján Ingimarsson Company, Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins.
Við fjöllum líka aðeins um fugla, aldrei þessu vant þegar sumarið nær flugi, farfuglarnir eru mættir og varptíminn stendur sem hæst. Árið 2018 var ár fuglsins í bandaríska tímaritinu National Geographic og er það kannski alltaf, öll ár?
Gamlir skór, plastdallar, bobbingar og netadræsur. Þetta allt saman finnst ásamt heilu skógunum af rekaviði við Íslandsstrendur og margar vinnustundir fara í að hreinsa þetta upp en aðrir gera gott betur og finna í þessu listaverk. Í Pop Up Gallery við Hafnartorg opnaði um helgina myndlistarsýningin Arctic Creatures og um leið kom út bók með sama nafni. Þetta er samtarfsverkefni þriggja listamannanna sem eru líka æskuvinir; Hrafnkell Sigurðsson, Stefán Jónsson og Óskar Jónasson. Þeir eiga sameiginlega fortíð í pönki og performansi og í Arctic Creatures vinna þeir ljósmyndaverk og skúlptúra úr hinu óvænta.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

44,050 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

39 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners