Víðsjá

Sönghátíð í Hafnarborg, rússnesk menning og Einar Lúðvík Ólafsson


Listen Later

Sönghátíð í Hafnaborg er orðin árlegur viðburður í tónlistarlífinu. Hún er nú haldin í sjötta sinn undir styrkri stjórn Guðrúnar Jóhönnu Ólafsdóttur og Francisco Javier Jáuregui, sem einnig stofnuðu hátíðina á sínum tíma. Í ár er boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum, kór og hljóðfæraleikurum sem flytja fjölbreytta tónlist frá ólíkum tímum. Rúmlega fimmtíu íslenskir og erlendir tónlistarmenn taka þátt í hátíðinni, en einnig verða ýmis námskeið í boði.
"Teiknimyndir eru ekkert lægri en kúbisminn hjá Picasso," segir myndlistarmaðurinn Einar Lúðvík Ólafsson. Einar er bæði með bakgrunn í myndlist og tölvunarfræði, hann málar á fremur hefðbundinn hátt, með olíulitum og vísar í listasöguna langt aftur í aldir en slær hefðinni saman við skrautlegan og teiknimyndakenndan heim sem skapar nýtt samhengi til að fást við okkar sítengdu, samhengislausu og absúrd daglegu tilvist. Einar Lúðvík opnar sýninguna Sannleikurinn þekkir raunveruleikann í Gallerý Port á nýjum stað á Laugavegi 32. Þar fæst hann við sögu málverksins, goðsagnir og samtímann og við lítum inn á vinnustofu Einars hér í lok þáttar þar sem hann var að leggja lokahönd á sýninguna.
Við kynntum hér til leiks í upphafi vikunnar nýjan pistlahöfund: Victoriu Bakshina.Í sínum öðrum pistli fjallar Victoria um menningu í Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna, helstu afrek og áföll tíunda áratugarins. Einnig segir hún frá voninni um breyitngar sem lágu í loftinu fyrstu árin í forsetatíð Pútíns. Og síðast en ekki síst ræðir hún þá slaufun sem rússnesk menning verður að takast á við í kjölfarið innrásar í Úkraínu.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Jóhannes Ólafsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

VíðsjáBy RÚV

  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5
  • 4.5

4.5

2 ratings


More shows like Víðsjá

View all
Radiolab by WNYC Studios

Radiolab

43,998 Listeners

Segðu mér by RÚV

Segðu mér

18 Listeners

Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

474 Listeners

Vísindavarp Ævars by RÚV

Vísindavarp Ævars

8 Listeners

Lestin by RÚV

Lestin

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

34 Listeners

Eftirmál by Tal

Eftirmál

38 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

9 Listeners

Bara bækur by RÚV

Bara bækur

0 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

4 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

30 Listeners

Fílalag by Fílalag

Fílalag

73 Listeners