Víðsjá - Til Moskvu, til Moskvu Til Moskvu!
- sérstök útgáfa af Víðsjá
Víðsjá er í dag send heim til Íslands frá Moskvu þar sem myndlistarmaðurinn Ragnar Kjatansson er að opna nýja sýningu sem heitir Til Moskvu, til Moskvu, til Moskvu! í glænýrri menningarmiðstöð sem hann fær að opna hér í borg og heitir GES-2. Byggingin, sem áður var orkuver og knúði stjórnarsetrið Kreml, hefur nú fengið nýjan tilgang og gengið í endurnýjun lífdaga en það er ítalski arkitektinn Renzo Piano sem stýrði endurhönnuninni.
Í þættinum er rætt við Ragnar um þetta risavaxna verkefni hans og samstarfsmanna hans, en hjarta sýningarinnar er margra mánaða langur gjörningur eða innsetning þar sem rússneskir leikarar leika einn þátt á dag af bandarísku sápuóperunni Santa Barbara, en sýningar á henni hófust skömmu eftir fall Sovétríkjanna á sínum tíma. Yfirleikstjóri þess verkefnis er Ása Helga Hjörleifsdóttir.
Umsjón með Víðsjá í dag hefur Guðni Tómasson sem er staddur í Moskvu en viðmælendur hans eru auk Ragnars Kjartanssonar þau Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ragnar Helgi Ólafsson, Unnar Örn Jónsson Auðarson, Hildigunnur Brigisdóttir, Magnús Sigurðarson og Francesco Manacorda.