Í gærkvöldi bárust okkur Íslendingum þau gleðitíðindi að tveir Íslendingar hlutu í ár verðlaun Norðurlandaráðs, þau Auður Ava Ólafsdóttir í flokki bókmennta fyrir skáldsögu sína Ör og Benedikt Erlingsson í flokki kvikmynda fyrir kvikkmyndina Kona fer í stríð.
Af því tilefni ætlum við að helga þáttinn í dag þessum listamönnum en við byrjum á því að heyra leikhúsgagnrýni, María Kristjánsdóttir fór að sjá leikverkið Samþykki eftir Ninu Raine í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur sem var frumsýnt síðastliðinn föstudag.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.