Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur, segir frá sögu kúmens á Íslandi og tilraunum Skúla Magnússonar fógeta til að kenna íslendingum að rækta grænmeti.
Rætt er við Elísu Björgu Þorsteinsdóttur þýðanda um skáldsöguna Allt sundrast, eftir nígerska höfundinn Chinua Achebe, sem er bók vikunnar ár Rás1.
Í síðari hluta þáttarins verður Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari gestur okkar, en við rétt náðum í skottið á honum um daginn, um það leyti sem hann var að fá fyrstu eintök af nýju plötunni sinni í hendur. Platan sem útgáfufyrirtækið Deutsche Grammaphon gefur út, er önnur einleiksplata Víkings fyrir fyrirtækið og inniheldur tónlist Johanns Sebastians Bachs og umritanir á verkum hans.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir