Af hverju varð 1. desember ekki þjóðhátíðardagur Íslendinga. Allt um það í þessum nýja Blönduþætti Sögufélags.
Markús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson, sagnfræðing og prófessor við Háskólann á Akureyri, um nýjustu bók hans, Dagur þjóðar: Þróun 17. júní hátíðarhalda á 19. og 20. öld. Páll greinir frá hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga snemma á 20. öld, segir frá öðrum dögum sem hefðu einnig geta orðið þjóðhátíðardagur og einnig hvað varð til þess að fæðingardagur sjálfstæðishetjunnar Jóns Sigurðssonar varð ofan á án ákvörðunar yfirvalda. Markús og Páll ræða líka margt það sem einkennir þjóðríki nútímans, ýmislegt það sem ekki hefði orðið til í samfélögum fortíðar. Fjallkonan og íþróttir koma við sögu, sjálfsmynd og þjóðbúningar ásamt nýlegum hátíðardögum sem á einhvern hátt keppa við þjóðhátíðardaginn sjálfan.