Á morgun frumsýnir Lab Loki, leikritið Marat/Sade í leiksjtórn Rúnars Guðbrandssonar. Leikhópurinn er skipaður leikurum á aldrinum 70-90 ára. Við ræðum við leikstjórann og leikkonu í verkinu, Júlíu Hannan, um ferlið, verkið og erindi þess í samtímanum.
Brynja Hjálmsdóttir, skáld, flytur hugleiðingu um tanntöku, tanntúrisma og tannlæknaótta.
Post-dreifing er listahópur eða hreyfing, sem skipuð er ungu listafólki, úr ólíkum áttum grasrótarlistastarfs Reykjavíkur. Samkvæmt aðstandendum Post-dreifingar er markmiðið að tryggja sýnileika og sjálfsnægtir listamanna með samstarfinu. Á morgun kemur út fjórða safnplata undir merkjum Postdreifingar sem kallast drullumall, síðasta Drullumall plata kom út fyrir tæpum þremur árum þar sem haldið er áfram þar sem frá var horfið; að safna saman grasrótartónlistarfólki á einn stað og gefa pláss og sýna með því fjölbreytni tónlistarinnar sem ómar undir yfirborðinu. Rætt er við Einar Karl Pétursson og Simon Hirt.