Þorkatla Elín Sigurðardóttir meistaranemi í sálfræði við HR rannsakar leiðir til að nota hlutun orða til að auðvelda lestur hjá lesblindum. Þetta er áframhald rannsókna á BSc verkefni þar sem hún ásamt þremur nemur í tölvunarfræði vinna að hugbúnaði sem tekur við texta og hlutar hann niður samkvæmt ákveðnum reglum og það eru vísbendingar eru um að þetta auðveldi lestur. Þorkatla kom í þáttinn í dag og sagði frá þessu.
Viktor Freyr Joensen er tuttugu og tveggja ára gamall Reykvíkingur sem glímt hefur við mikinn kvíða frá barnæsku. Hann lifði í stanslausum ótta við framtíðina, þar til fyrir einu ár. Eftir mikla sjálfsvinnu pantaði hann sér flugmiða aðra leiðina til Noregs þaðan sem hann ætlar að hjóla einn í kringum heiminn á rúmlega einu ári. Viktor Freyr leggur í hann á miðvikudaginn, en hann kom í þáttinn í dag og sagði sína sögu.
Og lesandi vikunnar var að þessu sinni rithöfundur, Íris Ösp Ingjaldsdóttir, sem var að senda frá sér sína fyrstu bók, Röskun. Íris útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2002 en óhætt er að segja að mikil skáldagáfa hafi blundað í árganginum hennar, því Ragnar Jónasson glæpasagnahöfundur var með Írisi í bekk. Íris sagði frá fimm bókum sem hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina:
Bók 1 - Seiðskrattinn í Logatindi - Steve Jackson og Ian Livingstone
Bók 2 - Birkir + Anna, sönn ást - Vigdis Hjorth
Bók 3 - Eldvakinn - Stephen King
Bók 4 - Kvenspæjarastofa númer eitt - Alexander McCall Smith
Bók 5 - The First Fifteen Lives of Harry August - Claire North
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON