MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 8.MAÍ 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Mánudaginn 29.apríl fékk forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, afhendan fyrsta K-lykilinn í landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar, sem hófst formlega 1.maí. Landsöfnunin er, eins og í fyrra, til styrkar BUGL og Píeta. Hingað komu þær Helga Jörgensdóttir, hjúkunardeildarstjóri á göngudeild BUGL og Soffía Erla Einarsdóttir Verkefnastjóri göngudeild BUGL og sögðu okkur frá þessari söfnun og hvernig hún gagnast Barna- og unglingageðdeild, BUGL, og frá því sem er efst á baugi í starfseminni.
Nú er að fara í gang vitundarvakning um Ljósið,endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda og búið er að gera myndband þar sem ljósberar og aðstandendur segja frá reynslunni í kringum krabbameinið og hvernig Ljósið hjálpaði þeim. Aðstandendur Ljóssins vilja með þessu gefa dýpri skilning á starfinu sem þar fer fram.
Árangur af endurlífgunum hér á landi er mjög góður. Hjörtur Oddsson, hjartalæknir og formaður Endurlífgunarráðs segir að það megi að einhverju leyti þakka því að um 60 þúsund Íslendingar hafi farið á endurlífgunarnámskeið á liðnum fimm árum. Um 140 endurlífganir eru hér á landi utan sjúkrahúsa á hverju ári Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann á Heilsuvaktinni.