MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 03.APRÍL 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Hvernig er rithöndin þín? Á öld tölva og snjalltækja skrifum við sífellt minna með
pennum á pappír. Ingi Vífill Guðmundsson hefur verið að kenna kallígrafíu eða
skrautskrift og bara skrift, sem verkfæri í hugrækt undanfarin misseri, og í
framhaldi að því lagði hann drög að nýju verkefni, sem heitir Skriftarbók fyrir
fullorðna. Bókin er forskriftabók með æfingum og hjálparlínum og kennir
lykkjuskrift, sem kennd var í grunnskólum á Íslandi til 1984. Ingi segir að margir af
hans kynslóð skammast sín fyrir rithöndina, finnst hún jafnvel barnaleg, og hann
langaði að gera verkefni til að hjálpar fólki að bæta rithöndina. Við fræddumst um
skrift hjá Inga í þættinum.
Magnús R. Einarsson sendir okkur póstkort frá Spáni og í dag fjallar hann um
vatnið í Alicante sem er mikið dýrmæti og sömuleiðis um hátíðahöld um liðna
helgina sem voru til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá því að
borgarastyrjöldinni lauk, en henni lauk bókstaflega í Alicante.
Mindfulness eða Núvitund er meir og meir tekin inn á vinnustaði sem góð leið til
að vinna gegn streitu og kulnun í starfi. Ásdís Olsen er einn helsti sérfræðingur
okkar um Núvitund og hefur að sérhæft sig í “Mindfulness á vinnustöðum“,
prógramm sem var þróað hjá Google og hefur verið innleitt hjá nokkrum af
öflugustu fyrirtækjum heims. Ásdís vinnur að doktorsritgerð um Núvitund og við
ræddum við hana.