MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAGUR 10.APRÍL 2019
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Eva Bryndís Ágústsdóttir, 16 ára Hafnfirsk stúlka ætlar að ganga hringveginn um landið í sumar, og gott betur, til að safna áheitum fyrir Barnaspítala Hringsins. Með þessu vill hún sýna spítalanum og starfsfólki hans þakklæti, en bróðir hennar, Brynjar Óli, er hjartveikur og hefur þurft að stóla á þjónustu spítalans. Þau systkini, Eva Bryndís og Brynjar Óli koma í þáttinn í dag, en samkvæmt óvísindalegri könnun Mannlega þáttarins verður Eva Bryndís ekki bara yngsti Íslendingurinn, heldur líka fyrsta konan til að ganga hringveginn. Með þeim kom líka móðir þeirra, Berglind Sigurðardóttir.
Fólk sem haldið er félagsfælni hverfur frekar frá námi án þess að ljúka því, þénar minna en aðrir og missir af ýmsum tækifærum í lífinu. Góðu fréttirnar eru þær að hægt er að venja fólk af félagsfælni á stuttum tíma. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sóleyju Dröfn Davíðsdóttur, sálfræðing um félagsfælni og meðferð við henni á Heilsuvaktinni í dag.
VIð viljum líka sinna ábendingum frá hlustendum í Mannlega þættinum. Við fengum bréf frá hlustanda sem vildi endilega fá leiðbeiningar um hvernig flokka ætti ruslið og lét fylgja með að svo margir sem hún þekkti ættu í basli með þetta. Flestir vilji flokka en vita ekki hvernig því þetta virðist ruglingslegt og misjafnt milli sveitarfélaga. Á td að láta plast saman í poka með öðru rusli eða beint útí. Álið af jógúrt dollunni , gler krukkur , og svo baðvörurnar, hár í hárburstanum - sjampó brúsana og klósettrúlluna... Við fáum hana Rakel Garðarsdóttur til að leiðbeina okkur með þetta hér á eftir.