MANNLEGI ÞÁTTURINN ÞRIÐJUDAGUR. 6.nóv
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Margrét Blöndal
Galdrar og galdraofsóknir fóru eins og eldur í sinu um Vestfirði á
sautjándu öld og einn þeirra sem brenndur var fyrir galdra var Þórður
Guðbrandsson og þegar það þótti ekki duga til hófust ofsóknir á hendur
Margréti dóttur hans. Kristín Einarsdóttir hitti finnska rithöfundinn Tapio Koivukari (kovjukari) sem á dögunum ferðaðist um Vestfirði og kynnti nýútkomna bók sem fjallar um þessa atburði og bókin heitir - Galdra-Manga, dóttir hins brennda.
Unglist, listahátíð ungs fólks er vettvangur fyrir ungt upprennandi listafólk þar sem skáldskapur og myndsköpun fá að flæða frjálst, í takti við tónlistarveislur, óheftan dans, lifandi leiklist og aðra viðburði þar sem sköpunargleðin er í öndvegi. Hátiðin hófst með s.l. laugardag með Dansýningu fyrir fullu húsi á stóra sviði Borgarleikhússins.
Ég er byrjuð á ,,Happiness project“ eða hamingjuverkefni fyrir sjálfa mig (í anda bókar eftir Gretchen Rubin). Skrifaði Sigríður Arnardóttir á facebook síðuna sína á dögunum - þetta vakti forvitni okkar og Sirrý kemur til okkar eftir nokkrar mínútur og segir okkur frá í hverju þetta verkefni flest333333333333 og hvort það er líklegt til að auka hamingju okkar.