Við Rauða borðið í kvöld koma ungar konur, sem allar eru innflytjendur af fyrstu eða annarri kynslóð. Þær munu ræða um hvernig samfélaginu hefur tekist að aðlaga sig að breyttri samsetningu þjóðarinnar, þegar 15% landsmanna eru innflytjendur, 20% fólk á vinnumarkaði. Við munum ekki ræða um aðlögun innflytjenda að samfélaginu, það er nóg gert af því; heldur um hvort samfélagið og stofnanir þess hafi náð að aðlagast tilvist þessa stóra hóps.
Þær sem koma að Rauða borðinu eru:
Lenya Rún Taha Karim, lögfræðinemi og barn Kúrdískra innflytjenda;
Loubna Anbari félagsliði og barn innflytjenda frá Marokkó;
Agnieszka Sokolowska þýðandi og innflytjandi frá Póllandi;
Jovana Pavlović mannfræðinemi og barn serbneskra innflytjenda; og
Sabah Moukhliss túlkur, nemi á sjúkrabraut og barn innflytjenda frá Marokkó.
Alvöru umræða um alvörumál.