Borgarmeirihlutinn getur engan vegin afsakað erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar með því að vísa í Covid farsóttina.Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórðar Gunnarssonar frambjóðanda til fjórða sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Hann bendir á að tekjur borgarinnar hafi aukist í faraldrinum og því geti meirihlutinn ekki rökstutt erfiða stöðui borgarinnar með slíkum rökum, eins og gert hefur verið.
Treyst sé á Orkuveituna sem nokkurs konar sparibauk fyrir rekstur borgarinnar í stað þess að arður af henni sé nýttur til þess að byggja upp rafveitu og hitaveitukerfið.Þá segir hann báknið sé of stórt, til dæmis megi draga úr ráðningum, en launakostnaður er meðal stærstu kostnaðarliða borgarinnar.