Erla Bolladóttir fær mál sitt vegna sakfellingar fyrir rangar sakargiftir ekki endurupptekið. Dómstóll sem fjallaði um málið segir að engin ný gögn hafi komið fram og ekkert sýni fram á að brotið hafi verið á henni eða sönnunargögn ranglega metin. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá.
Rússneskir embættismenn á hernumdum svæðum í fjórum héruðum Úkraínu hafa boðað til atkvæðagreiðslna um hvort héruðin verði hluti af Rússlandi. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá.
Innheimta veggjalda á höfuðborgarsvæðinu á að hefjast eftir tvö ár. Gjaldtakan mun skila um fimm til sex milljörðum á ári og fjármagna samgönguframkvæmdir á svæðinu. Útfærslan liggur enn ekki fyrir. Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Alexander Kristjánsson talaði við hann.
Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Stundinni hefur óskað eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu leggi mat á hvort aðgerðir lögreglu gagnvart honum og þremur öðrum blaðamönnum standist lög.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar milli mánaða, í fyrsta sinn frá því í maí 2019. Hagfræðingur segir vaxtahækkanir Seðlabankans hafa dregið úr eftirspurn. Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir ræddi við Unu Jónsdóttur, forstöðumann hagfræðideildar Landsbankans.
Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár. Urður Örlygsdóttir ræddi við Áslaugu Guðrúnardóttur, hjá Þorpinu vistfélagi.
Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, og ríkisstjórn hennar ætla að leggja fram sína fyrstu skattastefnu á föstudaginn. Með henni vill hún styrkja samkeppnisstöðu Bretlands og gera landið að álitlegri stað fyrir alþjóðlega fjárfesta. Pétur Magnússon sagði frá.
Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun kallar eftir umhverfisvænni veiðarfærum í íslenskan sjávarútveg. 94% rusls sem fannst á hafsbotni við ísland yfir 15 ára tímabil var veiðafærarusl. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Petrúnu Sigurðardóttur.
Mikill uppgangur er í Norður-Svíþjóð vegna nýs, loftslagsvænni iðnaðar. Erfiðlega hefur þó gengið að manna störf. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá atvinnuástandinu í norðurhluta landsins.
Umsjónarmaður: Alexander Kristjánsson
Tæknimaður: Kormákur Marðarson
Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir