Spegillinn, 14. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir.
Jón Gunnarson, dómsmálaráðherra segir það vonbrigði að Alþingi hafi ákveðið að taka útlendingafrumvarpið af dagskrá fyrir jól. Hann sakar stjórnarandstöðuna um að beita málþófi og koma þannig í veg fyrir vilja meirihluta þingsins.
Það er brunagaddur í spánni en líklega sleppur suðvesturhornið við hríð sem spáð var á sunnudag. Spáin hefur batnað en áfram verður kalt segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.
Sala á rafmagnsofnum hefur rokið upp í kuldakastinu undanfarna daga og hafa þeir víða selst upp. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við Kristján Birgisson, svæðisstjóri ljós- og rafmagns hjá BYKO.
Ferðamenn virðast ekki allir taka mark á þeim hættum sem leynast í Reynisfjöru þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Inga Jónsson verkefnisstjóra Almannavarna hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
Magapestir, öndunarfærasýkingar og covidsmit herja á fólk norðan heiða. Hjúkrunarheimili á Norðurlandi eystra reyna eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að þurfa að herða sóttvarnareglur fyrir jól og biðja fólk að huga að persónulegum sóttvörnum. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Jón Helga Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Bandarískum vísindamönnum hefur í fyrsta sinn tekist að nýta kjarnasamruna til að framleiða orku. Jennifer Granholm, orkumálráðherra Bandaríkjana tilkynnti. Alexander Kristjánsson sagði frá.
---------
Hitaveitukerfi í landinu eru mörg hver komin til ára sinna. Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri segir að fólk þurfi að umgangast heita vatnið, gullnámu landsins, af virðingu. Bjarni Rúnarsson talaði við hana.
Það hallar verulega á konur við samningaborðið jafnvel hjá stéttarfélögum þar sem kynjaskipting innan félags er nokkuð jöfn. En hver er reynsla kvenna sem hafa tekið þátt í kjaraviðræðum? Meistararitgerð Karitasar Marýar Bjarnadóttur í mannauðsstjórnun í haust fjallar um upplifun kvenna sem sitja í samninganefndum kvennastéttarfélaga af kjaraviðræðum. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Rússar hafa vikum saman gert árásir á viðkvæma innviði í Úkraínu; milljónir landsmanna eru án rafmagns, vatns og húshitunar. Heilbrigðisráðherra Úkraínu, hefur áhyggjur af hrakandi lýðheilsu í landinu eftir því sem vetur herðir. Ásgeir Tómasson tók saman. Heyrist í Dímítri Peskóf talsmanni Kremlar og Frans páfa.