Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Katrín stýrði ríkisstjórn í 7 ár, á þeim tíma gaus upp Covid, stríð braust út í Úkraínu, eldgos og jarðskjálftar á Suðurnesjum, snjóflóð á Flateyri og Neskaupstað og skriðuföll á Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt.
Ný samgönguáætlun var kynnt í síðustu viku. Ríkisstjórnin boðar stórsókn en stjórnarandstaðan vill setja áætlunina aftur í vinnslu, hún sé ekki nægjanleg góð.
Samstaða vesturlanda í Úkraínustríðinu hefur reynst erfið - nú hafa Bandaríkjamenn gefið út nýja þjóðaröryggisstefnu sem undirstrikar breytingar af þeirra hálfu í varnar og öryggismálum, breytingar sem fela m.a. í sér ríkari viðskiptaáherslur en síður varnarstöðu fyrir vestrænu lýðræði. Rekur þetta enn einn fleyginn í samstarf Evrópu og Bandaríkjanna?
Garðbæingar ætla sér að lækka skatta á næsta ári þegar bærinn fagnar 50 ára kaupstaðarafmæli, samt er markmiðið að auka þjónustu og velsæld á sama tíma.