Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, Hildur Sverrisdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins voru gestir Vikulokanna. Rætt var um kynbundinn launamun, stöðu dómsmálaráðherra eftir að umsækjanda um starf dómara við Landsrétt voru dæmdar bætur, breytingar á lögum um birtingu dóma og áherslur ríkisstjórnarinnar í komandi kjaraviðræðum.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson. Tæknimaður: Mark Eldred.