Hvernig má það vera að samtök sem eru einna helst þekkt fyrir hrottalegt ofbeldi, hryðjuverk og illa meðferð á konum heilli konur sem búa á Vesturlöndum? Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, hið alræmda ISIS, lokkuðu til sín metfjölda kvenna frá vestrænum ríkjum - miðað við sambærilega hópa. En hvaða konur voru þetta? Voru þetta upp til hópa ungar áhrifagjarnar konur sem létu gelpjast af áróðursmaskínu samtakanna eða kannski harðsvíraðir hryðjuverkamenn? Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið.
Í síðari hluta þáttarins fáum við að heyra af hálsmeni úr skíragulli sem fannst í jörðu í Warvíkurskíri í Bretlandi fyrir rúmum þremur árum. Gullmenið er merkt Hinriki áttunda Englandskonungi og fyrstu eiginkonu hans, hinni spænskættuðu Katrínu af Aragorn. Þau voru gift í yfir tuttugu ár og skilnaður þeirra var afdrifaríkur fyrir breska menningarsögu. Sérfræðingar hjá Þjóðminjasafni Bretlands, British Museum, hafa legið yfir þessum dýrgrip síðan hann fannst og hafa nú rakið uppruna hans til hátíðahalda sem Hinrik áttundi hélt í febrúar annað hvort 1520, eða 1521. Það ríkti svo mikil leynd yfir rannsókninni að Rachel King, sérfræðingurinn sem stjórnaði henni mátti ekki einu sinni segja eiginmanni sínum af þessu. Björn Malmquist ræddi við Rachel og einnig Önnu Agnarsdóttur, prófessor í sagnfræði, um ævi, ástir og eiginkonur Hinriks áttunda.
Umsjónarmenn þáttarins eru Birta Björnsdóttir, Bjarni Pétur Jónsson og Sunna Valgerðardóttir.