Heilsan er í fyrirrúmi í janúar í Mannlega þættinum. Heiða Björk Sturludóttir kom í þáttinn og fór yfir hvernig hægt er að létta lundina í skammdeginu með ýmsum ráðum í næringu ofl. Heiða er næringarþerapisti, umhverfisfræðingur, leiðsögumaður, jógakennari, sagnfræðingur og með meira próf.
Hvað gerist eftir að áfall á sér stað? Áföll geta verið mismunandi, allt frá því að einhver segir eitthvað sem brýtur þig niður og alveg yfir í slys, dauðsföll og hamfarir. Auðveldasta leiðin til að þekkja áföll, er að maður man slæma atburðinn eins og hann hefði gerst í gær. Þetta kallast spennuhlaðnar minningar, sem mikilvægt er að vinna úr. Sigurbjörg Sara Bergs, áfallasérfræðingur hjá Lausninni, kom í þáttinn
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Gunnur Vilborg, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri útgáfunnar Bjarts og Veraldar. Við fengum að vita hvaða bækur eru á náttborðinu hjá henni, hvað hún er að lesa þessa dagana og hvaða bækur og höfundar hafa haft áhrif á hana í gegnum tíðina.
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON