Aldís Schram hefur kennt erlendum innflytjendum íslensku í rúm tólf ár. Hún hefur byggt og þróað eigin námsefni, kennslubók skrýdda íslenskum málsháttum, máltækjum, ljóðum og lögum, sem hefur að geyma formúlur er skýra undirstöðuatriði íslenskrar málfræði og notast hún meðal annars við leiklestur í kennslunni. Hún stóð fyrir söfnun á Karolina fund til þess að fjármagna útgáfu kennslubókarinnar en ekki náðist að safna fyrir henni þar svo hún gaf hana út sjálf. Aldís kom í þáttinn í dag.
Það er varla að maður komist hjá því að sjá og heyra um ketómataræðið nú á dögum. Þorbjörgu Hafsteinsdóttir kom í þáttinn í dag, en hún hefur skrifað margar bækur og haldið fyrirlestra um heilsu og mataræði í 30 ár og heldur þessa dagana td námskeið í keto. En útá hvað gengur þetta mataræði og hver er munurinn á ketó og t.d. Paleo, lágkolvetnakúrnum og hvað þetta heitir allt saman?
,,Það var eins og að standa undir vörubílspalli sem var að sturta ís" - sagði Guðmundur Guðmundsson á Drangsnesi þegar hann lýsir því hvernig gekk að moka snjó ofan af húsinu þeirra hjóna, hans og Margrétar Ólafar Bjarnadóttur í janúarmánuði árið 1995. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti þau hjónin og fékk þau til að lýsa þessum dögum og vikum þegar snjóaði nær látlaust dag ef dag í sex vikur.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson