Föstudagsgesturinn okkar að þessu sinni er séra Hildur Eir Bolladóttur og við komum víða við í okkar spjalli. Við ræðum um annir og desembermánuð , tilfinningar og góð samskipti og meira að segja koma Vaðlaheiðargöngin líka við sögu. Guðrún hitti Hildi á kaffihúsi fyrir norðan.
Jón Ársæll Þórðarson frumsýnir nýja þætti, Paradísarheimt hér á RÚV 6. Janúar. Í þáttunum ræðir hann við einstakt fólk úr ýmsum áttum t.d. sérlundaðan uppfinningamann sem er að kynna hugmyndir sínar fyrir stóru bílarisunum, frægasta hákarlaverkanda Íslandssögunnar, sprautufíkil, óþekkt ljóðskáld sem er hætt við að reyna að svipta sig lífi, unga konu sem er nasisti og mann sem býr í tjaldi, svo einhverjir séu nefndir. Jón Ársæll segir okkur frá þessum þáttum hér eftir nokkrar mínútur.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, besti vinur bragðlaukanna verður með sitt vikulega matarspjall í þættinum í dag. Í þetta sinn kemur hún ekki einsömul, heldur verður Ragnheiður Thorsteinsson, framleiðandi hér á RÚV, með henni, en hún er sérfræðingur í matreiðslu á kalkúni, við ætlum jafnvel að ganga svo langt að kalla hana kalkúnasérfræðing þáttarins. Meira um það síðar í þættinum.
Umsjón Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson