Í Víðsjá í dag verður þess meðal annars minnst að í gær, 20. janúar, voru hundrað ár liðin frá fæðingu ítalska kvikmyndaleikstjórans Federicos Fellinis. Hann fæddist í borginni Rimini við strönd Adríahafsins þann 20. janúar árið 1920 og átti eftir að verða einn af áhrifmesti og virtasti kvikmyndaleikstjóri 20. aldar. Ferill hans spannaði ríflega hálfa öld, hann var einn af þeim allra stærstu, kvikmyndahöfundur, kvikmyndaskáld, og fékk Óskarsverðlaun fimm sinnum. Gestur Víðsjár í dag verður Ólafur Gíslason listfræðingur sem þekkir vel til verka Fellinis. Einnig verður Brynja Sveinsdóttir tekin tali en hún er sýningarstjóri á samsýningunni Afrit í Gerðarsafn í Kópavogi. Á sýningunni eiga verk sjö íslenskir listamenn sem allir nýta ljósmyndina í verkum sínum. María Kristjánsdóttir fjallar í dag um leikritið Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu fyrir helgi. Björn Þór Vihjálmsson bókmenntagagnrýnandi fjallar um bókina Óstýriláta mamma mín ... og ég eftir Sæunni Kjartansdóttur sálgreini, en í bókinni fjallar Sæunn um samband sitt við móður sína, Ástu Bjarnadóttur, sem fór alla tíð eigin leiðir í sínu lífi. Og bók vikunnar á Rás 1 að þessu sinni er sagnasafnið Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur. Hlustendur heyra í Rögnu í Víðsjá dagsins og hún les úr bókinni.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson