Skýið, gervihnettir, 5g, þráðlaust. Í hugum okkar er internetið svo loftkennt og óefnislegt. En í raun og veru er það bara ein stór flækja af snúrum, þráðum, strengjum, köplum, sendum, tölvum. Í nýrri örseríu í Lestinni ætlum við að reyna að finna internetið, fá að sjá það með eigin augum og athuga hvort við getum snert það. Í fyrsta innslaginu ætlum við að skoða grunnnetið hér á landi, ljósleiðarann.
Jöklarannsóknarfélag Íslands varð sjötugt í fyrra, eins og við fjölluðum ítarlega um hér í Lestinni. Félagið hugðist halda sýningu í Perlunni í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands en frestaði henni um ár vegna samkomutakmarkana en nú á föstudag var loksins komið að stóru opnuninni. Hlustendur geta getið sér til hvað varð um partýið en sýningin hefur þó loksins verið opnuð, og deilir sérsýningarrými vatnasýningar Náttúruminjasafnsins sem ber yfirskriftina Vatnið í náttúru Íslands.
Sölvi Halldórsson flytur okkur pistil um sambýlismann sinn af kattarkyni, þeir kötturinn Maggi eiga ekki skap saman. En þegar Sölvi sá kvikmyndina Cow fór hann að velta fyrir sér tengslum sínum við Magga og greinarmun eða líkindum manna og dýra.