Á fimmtudag tilkynnti Mark Zuckerberg um nýtt nafn og stefnu hjá tæknirisanum sem áður hét Facebook. Nú mun fyrirtækið heita Meta og leggja sérstaka áherslu á að skapa nýjan hliðarheima, sýndarveruleikaheim, meta-veröldina, meta-verse. Gunnlaugur Reynir Sverrisson ritstjóri Tæknivarpsins útskýrir hvað í fjáranum þetta er.
Flestir meðlimir Senjórítu kórsins eru komnir nokkuð yfir sjötugt, sá elsti er yfir nírætt. Þó getur kórinn, sem kallaður hefur verið gráa gullið, alveg verið í poppaðri kantinum þegar sá gállinn er á honum, eins og til dæmis á Laugardaginn þegar senjóríturnar troða upp í Langholtskirkju með lögum Bubba Morthens, já og Bubba sjálfum.
Við kynnum til leiks nýjan pistlahöfund, Sölva Halldórsson, sem í dag er að velta fyrir sér breytingum. Jörð í mótum, nýjum hárgreiðslum, endurnýjuðum frumum en þó einna helst umskiptum breskur stúlknasveitarinnar Sugababes.