Matilda Gregersdotter og Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir voru að gefa út bók til þess að lýsa því hvernig aðferð markþjálfunar ýtir undir og aðstoðar við andlega vellíðan og uppbyggingu á einstaklingnum. Bókin heitir Markþjálfun umturnar. Hún inniheldur kafla með frásagnir og lýsingar á því hvernig hægt er að nýta aðferðir markþjálfunar inni í lærdómsumhverfið, eins og skólum. Þær Matilda og Ásta Guðrún komu í þáttinn og sögðu frekar frá þessu.
Geðverndarfélag Íslands verður 70 ára á föstudaginn. Félagið var stofnað af áhugafólki um geðheilbrigði, sérstaklega um forvarnir og fræðslu. Stofnendurnir komu úr hópi geðlækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, iðju- og sjúkraþjálfara, presta, aðstandenda og annars áhugafólks. Félagið rak um árabil tvö vernduð heimili fyrir geðfatlaða ásamt áfangaheimili fyrir geðsjúka eftir útskrift af geðdeild. Breytt lagaumhverfi og aðkoma ríkis og sveitarfélaga varð til þess að félagið hætti þessari starfsemi og einbeitir sér nú að fræðslu og fyrirbyggjandi starfi fyrir mæður á meðgöngu og börn á fyrstu árum lífsins. Við fengum Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóra félagsins og Gunnlaugu Thorlacius formann þess í þáttinn í dag.
Hjónin Viðar Guðmundsson og Barbara Guðbjartsdóttir búa í Miðhúsum í Kollafirði með margt fé, nokkra nautgripi, hænur, hunda og ketti. Bæði stunda þau fulla vinnu utan búsins, Barbara vinnur í Grunnskóla Hólmavíkur en Viðar stjórnar kórum norðan og sunnan heiða. Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, hitti Viðar í fjárhúsunum í Miðhúsum og fékk hann til að segja frá tónlistarnáminu og kórastarfinu.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON