MANNLEGI ÞÁTTURINN MIÐVIKUDAG 13.NÓVEMBER 2019
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUÐFINNUR SIGURVINSSON
Um helgina fer fram viðburður sem ber yfirskriftina: Ástiní vísindum, listum og trú. Eða "Ást og líffræði." Fram koma ýmsir listamenn sem munu lesa ljóð og þá verður kynnt nýtt tjáningarform sem ekki hefur áður sést á sviði svo vitað sé en það eru ástarjátningar. En það felst í því að sjö einstaklingar munu játa ást sína. En ástæða til þess að þetta kvöld fór af stað og hefur verið kallað í gríni og alvöru: Ástarráðstefna er koma pólska taugalæknisins Barthosz Karasewski en hann mun halda fyrirlestur um "ást og líffræði" og spyrja hvort ástin sé nauðsynlegur aflvaki í þróun okkar eða huggulegur skyndibiti.
Það hefur kólnað snarlega þetta haustið á Spáni og það hefur verið vindasamt að undanförnu. Pólitík, þjófar, veður og bílar verða aðal uppistaðan í póstkortinu frá Spáni að þessu sinni. Kosningarnar til spænska þingsins síðasta sunnudag voru ekki afgerandi, en samt merkilegar fyrir ýmsa hluta sakir.
Guðrún Anna Gunnarsdóttir er fædd og uppalin á Eyri við Ingólfsfjörð við
aðstæður sem flestum þykja líklega framandi í dag -t.d. hafði
vetrarófærð mikil áhrif á líf fólks, ferðir til og frá skóla gátu verið
sögulegar o.s.frv. Kristín Einarsdóttir hitti Bibbu á æskuheimili hennar á Eyri við
Ingólfsfjörð og fékk að heyra brot af endurminningum hennar.