Gestir þáttarins voru Sigtryggur Magnason, aðstoðamaður samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Isabel Alejandra Díaz, nýr forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Rætt var um yfirvofandi slakanir á samkomuhöftum, opnun landsins, stöðu Icelandair, markaðsátak til að laða erlenda ferðamenn til landsins, sumarstörf fyrir háskólastúdenta, viðbótarframlag til listamanna og skiptingu þess milli listgreina, nýsköpun og fleira.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Ragnar G. Gunnarsson