Gestir þáttarins voru Sóley Tómasdóttir, ráðgjafi í jafnréttismálum, Jón Gunnarsson, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar. Rætt var um alþjóðlega ráðstefnu um #metoo og áhrif hreyfingarinnar, samkomulag ríkis og sveitarfélaga um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem verði að hluta greidd með veggjöldum og synjun ríkislögmanns á kröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, sem sýknaður var í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred