Gestir Vikulokanna voru Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Rætt var um frestun þingloka og fyrirhugaða afgreiðslu þriðja orkupakkans, endurskipulagningu í rekstri Íslandspósts, hugmyndir heilbrigðisráðherra um 20% sykurskatt og staðfestingu forsætisnefndar á niðurstöðu siðanefndar Alþingis um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefði gerst brotleg við siðareglur.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason